Tilheyrir þessi skráning þér eða fyrirtæki þínu? Staðfestu umsjón skráningar hér
Minerva-á-bíl

Mínerva EA100


  • 826 birtingar 0 umsagnir

Mínerva EA100
Nú er komið að því að ég þarf að skoða sölu á henni Mínervu minni. Hún er upphaflega færeyingur smíðaður í Mótun 1979 en síðan hefur margt breyst. Mínerva er 5,11 tonn og er 9,2m að lengd. Hún er með Yanmar vél sem var sett í hana að mig minnir árið 1998. Gangur bátsins er um 8-8,5 mílur. Pera og flotkassi var sett á hana um svipað leyti. Árið 2013 var báturinn tekinn í alsherjar yfirhalningu og lengdur um 1,2m og sett á bátinn nýtt hús, nýr rústfrír olíutankur, Wallas miðstöð, sett var í bátinn tölva og skjár, nýr plotter, nýtt Ais tæki, nýtt mastur með led ljósum, ný talstöð. Báturinn var allur klæddur að innan þegar hann var lengdur og settir í hann tveir góðir stólar, framlúgarnum var breytt þannig að nú er þar í raun eitt stórt rúm og því afar gott að sofa í bátnum við veiðar í úthöldum. það er gamall koden dýptarmælir sem hefur alltaf reynst vel, Radar er á bátnum er það er bilun í radarhattinum. Síma og netútbúnaður er um borð. báturinn er með fjórum DNG rúllum. Á bátnum er líka spil sem má nota við plægingu á kúfskel eða til að taka upp dregg. það er smúldæla um borð. Þegar báturinn var lengdur var komið fyrir og steypt inn í plastið festingum til að hífa bátinn upp án þess að þurfa að setja stroffur undir bátinn. Einnig er til vagn sem báturinn passari í. Báturinn var notaður til strandveiða í 8 sumur eftir að strandveiðikerfið tók við en hefur ekki verið á veiðum seinustu sumur.
Ég óska efitr raunhæfum tilboðum í bátinn. Til í að skoða að selja hann bæði með haffæri og án haffæris. Sími 898-0497 Valur

Minerva-á-bíl

Minerva-tæki-í-húsinu

Minerva-á-togarabryggjunni

Mínerva-á-Sigló

Minerva-og-Sigló


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


4 + 9 =

609x125