Tilheyrir þessi skráning þér eða fyrirtæki þínu? Staðfestu umsjón skráningar hér
1

Nýuppgerður glæsilegur trébátur "Bjarmi" - súðbyrðingur frá Dalvík


  • 6,448 birtingar 0 umsagnir

Nýuppgerður trébátur óskar eftir nýjum eiganda sem hefur tíma til að hugsa um hann. Bjarmi var upprunalega smíðaður á Dalvík 1928 en gerður upp af feðgum í Reykjanesbæ árið 2012. Albúm með öllu ferlinu fylgir, en báturinn var gerður upp af mikilli natni.
Báturinn var afskráður 1998, en auðvelt væri að skrá hann aftur, hann var með númerið EA-354 og skráningarnúmerið 5817. Honum fylgja handfæri og hann er útbúinn til að vera með kar um borð og góða vinnuaðstöðu. Sérútbúið borð yfir karið etc.
Ekta bátur fyrir einstakling sem hefur tíma til að sinna honum og langar að fara á veiðar/strandveiðar eða dunda með öðrum hætti við sjóinn.
Vélin í honum er SABB vél árgerð 1954 og hann er með skiptiskrúfu.
Honum fylgir tveggja hásinga kerra.
Verð kr. 1.890 millj.
Uppl. gefur Hörður s: 6965063 – horduro@hotmail.com

1

2

3

4

5

6_7

8

9

10


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


6 + 0 =

609x125