Blogg

Afla­heim­ild­ir aukn­ar um þúsund tonn

mbl_frett_1

Strand­veiðifrum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is var samþykkt í gær. Það fel­ur í sér breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða með það að mark­miði að auka ör­yggi sjó­manna og auka sveigj­an­leika í kerf­inu.

Sjó­mönn­um gefst nú færi á að velja þá 12 daga í mánuði sem róið verður og kom fram við umræður um málið á Alþingi að von­ast sé til að þetta dragi úr hvata til þess að róa í viðsjár­verðum veðrum.

Þá er meðal ann­ars aukið um­tals­vert við heild­arafla­heim­ild­ir inn­an strand­veiðikerf­is­ins, eða um 1000 tonn, auk þess sem ufsi er ekki tal­inn með upp að há­marks­afla í strand­veiðum.

Bát­um sem stunda strand­veiðar hef­ur fækkað síðustu ár. Í stjórn­arsátt­mála er kveðið á um að þróa skuli strand­veiðikerfið og eru þess­ar breyt­ing­ar til­raun í þá veru. Til stend­ur að taka málið aft­ur upp í haust og fara yfir ár­ang­ur­inn af breyt­ing­un­um.

 

Sjá fréttina á Mbl.is 27.04.2018:


27/04/2018
Umsagnir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


5 + 9 =

609x125