Blogg

Þorskafli fari í 311.600 tonn

19366482_1938604959715195_8390963082470112092_n[1]

Þorskafli fari í 311.600 tonn – Landssamband smábátaeigenda

Fyrr í dag funduðu formaður og framkvæmdastjóri LS með sjávarútvegsráðherra. Tilefnið var að kynna fyrir ráðherra tillögur félagsins um heildarafla á næsta fiskveiðiári. LS skilaði umsögn um alls 9 tegundir.
Eins og vænta mátti var mest rætt um tillögur LS í þorski. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar til ráðherra jafngildir aukningu um 5,6% – 13.752 tonn, heildarafli verði 257.752 tonn. Tillögur Landssambands smábátaeigenda eru afar róttækar að þessu sinni. Í ljósi þess að saman fer sögulegt hámark í stærð hrygningar- og veiðistofns ásamt gríðarlega góðri nýliðun leggur LS til að kvótinn verði aukinn um 20,8% umfram tillögur Hafró, hann verði 311.600 tonn. Aukningin er 67.600 tonn frá veiðiheimildum á yfirstandandi ári.

Lestu alla fréttina á vefsíðunni: Smabatar.is


22/06/2017
Umsagnir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


1 + 9 =

609x125